Umferðarslys varð um klukkan 13 þegar ekið var á gangandi vegfaranda á Glerárgötu á Akureyri. Viðkomandi var fluttur á bráðamóttöku til aðhlynningar.
Fram kemur í tilkynningu lögreglunnar á Norðurlandi eystra að unnið sé að rannsókn málsins. Því var Glerárgötu milli Þórunnarstrætis og Gránufélagsgötu lokað fyrir umferð í báðar áttir.
Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á Akureyri er ekki talið að viðkomandi sé alvarlega slasaður.
Umferðarslys var nú um kl. 13 á Glerárgötu við Grænugötu en þar var ekið á gangandi vegfaranda og var hann fluttur á...
Posted by Lögreglan á Norðurlandi eystra on Föstudagur, 12. febrúar 2021