Fjögur smit innan sömu fjölskyldu

Þórólfur segir ljóst að veikleikarnir í núverandi kerfi tengist landamærunum.
Þórólfur segir ljóst að veikleikarnir í núverandi kerfi tengist landamærunum. mbl.is/Hallur Már

Smitin sem greindust innanlands síðasta sólarhring, fjögur talsins, tengist landamærasmiti og eru allir smituðu í sömu fjölskyldu sem öll var í sóttkví.

Þetta staðfestir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við mbl.is.

Hann segir ljóst að veikleikarnir í núverandi kerfi tengist landamærunum, en hann hefur lagt til breytingar á reglum í tengslum við landamæri.

Þórólfur segir hættuna helst felast í því að einstaklingar sem greinist á landamærum, hvort sem það er í fyrstu eða annarri skimun, fari eftir reglum um sóttkví eða einangrun en séu samt sem áður á sama heimili og aðrir og geti þannig smitað út frá sér.

Hægt væri að koma í veg fyrir slíkt með því að skylda fólk í sóttvarnahús við komuna til landsins.

Ekki liggur fyrir af hvaða afbrigði landamærasmitið var og segir Þórólfur ekki segja liggja fyrir hvort um var að ræða meira smitandi afbrigði. Það sé þó ekki útilokað. „Þetta er ákveðin áhætta í þessu og auðvitað er það þannig að ef um er að ræða meira smitandi afbrigði aukast líkurnar á að smit geti orðið.“

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Ljósmynd/Almannavarnir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert