Fjögur smit innanlands

Sýnataka í Chicago en hér á landi eru Covid-19-smit afar …
Sýnataka í Chicago en hér á landi eru Covid-19-smit afar fá um þessar mundir. AFP

Fjórir greindist með kórónuveiruna við skimun innanlands í gær. Þeir voru allir í sóttkví. Á landamærunum greindust þrír með virkt smit í seinni skimun og þrír bíða niðurstöðu mótefnamælingar.

Tekin voru 566 sýni innanlands og 380 á landamærunum í gær. 

Nú eru 26 í einangrun en í sóttkví hefur einnig fjölgað á milli daga, voru 13 í gær en eru 19 núna. Í skimunarsóttkví eru 718.

Nýgengi smita innanlands er 2,5 á hverja 100 þúsund íbúa síðustu tvær vikur en 5,7 á landamærunum. 

Á höfuðborgarsvæðinu eru 19 í einangrun en 12 í sóttkví. Á Suðurnesjum eru fjögur smit og sex í sóttkví. Á Norðurlandi eystra eru tvö smit og á Suðurlandi er einn í sóttkví. Á Vesturlandi er eitt smit.

Tvö börn á aldrinum 1-5 ára er með Covid-19. Á aldrinum 18-29 eru þrír með Covid-19, átta á fertugsaldri, fimm á fimmtugsaldri, fimm á sextugsaldri og þrír á aldrinum 60-69 ára eru með Covid-19.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert