Kannabisræktanir stöðvaðar á Austurlandi

mbl.is/Arnþór Birkisson

Lögreglan á Austurlandi hefur stöðvað tvær kannabisræktanir í umdæminu á undanförnum vikum.

Að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni var hald lagt á nokkuð magn fíkniefna auk skotvopns og fjármuna af ætlaðri fíkniefnasölu. Tveir voru handteknir og hafa báðir játað kannabisframleiðslu. Málin eru í rannsókn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert