Aðalmeðferð í máli Jóns Baldvins Hannibalssonar gegn fjölmiðlamanninum Sigmari Guðmundssyni, Ríkisútvarpinu og Aldísi Schram, dóttur Jóns, hélt áfram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag en í dag fór fram munnlegur málflutningur lögmanna Aldísar og Sigmars.
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður Jóns Baldvins Hannibalssonar, sagði á réttarhöldunum að öll ummælin sem Jón Baldvin hefur stefnt Aldísi og Sigmari fyrir hafi falið í sér ásakanir um lögbrot. Þá sagði Vilhjálmur ljóst að Sigmar bæri ábyrgð á þeim ummælum sem hann „samdi og las í eigin nafni“.
Lögmaður Sigmars, Stefán A Svensson, mótmælti þessu og sagði ljóst að Sigmar hefði vitnað í ummæli Aldísar þegar hann flutti fréttir af málinu og væri því ekki brotlegur. Það væri ekki rétt að Sigmar fullyrti í eigin persónu að Jón Baldvin hefði gerst sekur um sifjaspell, hann hefði einfaldlega vitnað í ummæli Aldísar um málið.
Ummæli Sigmars og Aldísar má, að sögn Vilhjálms, flokka í þrjá flokka. Í fyrsta lagi eiga ummælin við um meinta ólögmæta frelsissvipting Aldísar sem hún hefur sagt föður sinn hafa knúið fram, í öðru lagi snerta þau meint barnaníð og barnagirnd stefnanda og í þriðja lagi varða ummælin sifjaspell sem Aldís hefur sakað föður sinn um að hafa framið gagnvart henni.
Vilhjálmur sagði ljóst að öll ummælin fælu í sér ásökun um refsiverða háttsemi. Það væri á ábyrgð Aldísar og Sigmars að haga ummælum sínum með þeim hætti að í þeim fælust gildisdómar en ekki staðhæfingar um staðreyndir.
„Öll þessi ummæli fela í sér ásökun um refsiverða háttsemi,“ sagði Vilhjálmur. Þá sagði hann að almennt væri gengið út frá því í dómaframkvæmd Hæstaréttar og með staðfestingu Mannréttindadómstóls Evrópu að staðhæfingar um staðreyndir sem ekki hefur verið sýnt fram á að eigi í sér stoð í raunveruleikanum séu ærumeiðandi aðdróttanir.
Vilhjálmur sagði að Sigmar hefði óskað eftir viðbrögðum frá Jóni Baldvini „korteri áður“ en viðtalið var birt og það ætti að mega búast við meiru af Sigmari, reyndum fréttamanni, og Ríkisútvarpinu.
Þetta sagði Stefán augljóslega ekki rétt, enda liggur fyrir að Sigmar hringdi í Jón Baldvin, sendi honum smáskilaboð og konu hans tölvupóst daginn áður en viðtalið var birt.
„Þetta er ekki sett fram í neinu tómarúmi,“ sagði Stefán um viðtal Sigmars við Aldísi og vísaði í að umræða hefði farið fram á Facebook um meint kynferðisbrot Jóns Baldvins. Þá benti Stefán á að Jón Baldvin væri opinber persóna.
Gunnar Ingi Jóhannsson, lögmaður Aldísar, flytur sitt mál innan skamms.
Ummæli sem Jón Baldvin fer fram á að dæmd verði dauð og ómerk eru eftirfarandi:
Morgunútvarp, Rás 2, 17. janúar 2019, ummæli viðhöfð af Aldísi:
Facebook, 5. febrúar 2019, höfundur Aldís:
Rás 2, 17. janúar 2019, höfundur og flytjandi Sigmar (Aldís til vara):