„Mikilvægur áfangasigur“ en málinu líklega ekki lokið

PIP brjóstpúðar.
PIP brjóstpúðar.

Bóta­skylda þýska eft­ir­lits­fyr­ir­tæk­is­ins TUV Rei­hn­land gagn­vart 203 ís­lensk­um kon­um sem höfðuðu mál vegna skaðlegra brjósta­púða var viður­kennd fyr­ir áfrýj­un­ar­dóm­stól í Frakklandi í gær. Lögmaður kvenn­anna seg­ir að um mik­il­væg­an áfanga­sig­ur sé að ræða, en að málið eigi þó lík­lega eft­ir að fara fyr­ir Hæsta­rétt. 

Yfir 400 ís­lensk­ar kon­ur fengu svo­kallaða PIP-púða í brjóstas­tækk­un hér á landi á ár­un­um 2000 til 2010. Síðar kom í ljós að púðarn­ir láku og voru full­ir af iðnaðarsí­líkóni sem ekki er ætlað til lækn­inga. 

„Auðvitað er þetta ótrú­lega mik­ill áfanga­sig­ur í þessu máli. Að því sögðu þá geri ég fast­lega ráð fyr­ir því að TUV Rei­hn­land áfrýi til Hæsta­rétt­ar Frakk­lands,“ seg­ir Saga Ýrr Jóns­dótt­ir lögmaður kvenn­anna. Hún ít­rek­ar að málið snú­ist ein­ung­is um viður­kenn­ingu á bóta­skyldu TUV Rei­hn­land. Það verði síðan lækna að meta fjár­hæð bóta í hverju til­felli fyr­ir sig.  

Saga seg­ir mik­il­vægt að vinna málið hjá áfrýj­un­ar­dóm­stóli, en í fyrri mál­sókn vegna púðanna tapaðist málið á því dóm­stigi. 

„Það skipt­ir miklu máli að vinna málið fyr­ir áfrýj­un­ar­dóm­stóln­um vegna þess að ef TUV áfrýj­ar, þá get­ur það ekki unnið málið í Hæsta­rétti. Eins og gerðist í mál­sókn núm­er eitt þá tapaðist málið á öðru dóm­stigi og hæstirétt­ur­inn gat ekki snúið niður­stöðunni við held­ur þurfti að senda málið aft­ur til meðferðar hjá öðrum áfrýj­un­ar­dóm­stól,“ seg­ir Saga. 

Hvenær ligg­ur fyr­ir hvort að mál­inu verði áfrýjað?

„Ég geri ráð fyr­ir að við vit­um það mjög fljót­lega. En það eru mikl­ir hags­mun­ir í húfi svo það kæmi virki­lega á óvart ef þeir gera það ekki,“ seg­ir Saga. 

Saga seg­ir að til skoðunar sé að bæta við nýrri mál­sókn. 

„Það er til skoðunar núna að bæta við mál­sókn, en við vilj­um fyrst fara yfir for­send­urn­ar í þessu máli. Þetta er búið að vera í umræðunni, og það hefði ör­ugg­lega verið gert fyrr ef ekki væri fyr­ir Covid-19, en maður vill stíga var­lega til jarðar áður en maður ger­ir fleiri kon­um það að fara afla gagna,“ seg­ir Saga. 

Í um­fjöll­un þýska miðils­ins DW kem­ur fram að TUV Rhein­land þurfi nú að greiða millj­ón­ir evra í bæt­ur til alls 13.000 kvenna í kjöl­far dóms áfrýj­un­ar­dóm­stóls­ins í gær. Saga seg­ir að ís­lensku kon­urn­ar séu hluti þessa hóps, en að ekki sé um nýja niður­stöðu að ræða. 

„Þegar málið var á fyrsta dóm­stigi var TUV dæmt skaðabóta­skylt og dæmt að greiða kon­un­um inn­borg­un. Núna þegar málið fór upp var sá dóm­ur staðfest­ur líka. Þeir eru í raun dæmd­ir bóta­skyld­ir og staðfest ákvörðun um inn­borg­un­ar­bæt­ur, en svo eiga mats­menn eft­ir að meta hverja og ein­ustu kröfu. Sú vinna fer fljót­lega af stað,“ seg­ir Saga. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert