Ók inn í Vínbúðina

mbl.is/Valdís Þórðardóttir

Ekið var inn um neyðarútgang Vínbúðarinnar við Helluhraun í Hafnarfirði í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins urðu ekki slys á fólki. 

Samkvæmt upplýsingum úr Álfrúnu, verslun ÁTVR í Hafnarfirði, er neyðarútgangurinn við hlið aðalinngangs verslunarinnar. Enginn varð fyrir bifreiðinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert