Félagið Olnbogabörn mótmæla fyrirhugaðri lokun meðferðarheimilisins Laugalands í Eyafirði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum.
Meðferðaheimilið hefur verið til umfjöllunar undanfarið eftir að núverandi rekstraraðili kaus að endurnýja ekki samning sinn við Barnaverndaryfirvöld sem rennur út í júní. Í kjölfarið stigu bæði fyrrverandi skjólstæðingar, aðstandendur og fagaðilar fram með reynslusögur af úrræðinu undir yfirskriftinni „Laugaland bjargaði mér“.
Stuttu síðar stigu konur fram í umfjöllun Stundarinnar sem höfuðu dvalið á Laugalandi á tíma fyrri rekstraraðila og lýstu vondri reynslu sinni og ofbeldisfullum aðferðum af hálfu þáverandi forstöðumanns.
Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri Barnaverndarstofu, sagði í samtali við mbl.is í janúar að ekki hefði verið tekin ákvörum um framhald úrræðisin. Meta þyrfti þarfir kerfisins en nýting á Laugalandi hefur verið lítil síðustu ár.
Olnbogabörn leggja til í tilkynningu sinni „að fundinn verði rekstrargrundvöllur fyrir áframhaldandi starfsemi á Laugalandi og að sú aðstaða og starfsfólk sem eru til staðar nýtist áfram þeim stúlkum sem þurfa nauðsynlega á þjónustu þeirra að halda.“
„Nú þegar er unnið að byggingu á nýju meðferðarheimili sem er gert ráð fyrir að taki til starfa árið 2023 og er sú framkvæmd unnin vegna ítarlegrar greiningar á þörf fyrir fleiri og sérhæfðari meðferðarúrræði en nú eru í boði. Það er ekkert sem bendir til annars en að með lokun Laugalands myndist ófremdarástand í þessum málaflokki þar sem fjöldi barna og ungmenna fá ekki viðeigandi aðstoð við sínum vanda,“ segir í tilkynningu Olnbogabarna.
Fram kemur að Olnbogabörn styðja viðleitni þeirra kvenna sem fram stigu með frásagnir frá fyrri tíð úrræðisins til þess að fá viðurkenningu á brotum gegn sér.
Olnbogabörn safna nú undirskriftum til þess að mótmæla mögulegri lokun. Þar segir einnig