Röktu síðustu þekktu staðsetningu Johns Snorra

Þarna voru þremenningarnir síðast í GPS-sambandi.
Þarna voru þremenningarnir síðast í GPS-sambandi.

Tekist hefur að rekja síðustu GPS-staðsetningu fjallgöngumannsins Johns Snorra og föruneytis hans, Pakistanans Muhammad Ali Sadpara og JP Mohr frá Síle. Pakistanski miðillinn ARY News greinir frá þessu.

Ekkert hefur spurst til föruneytisins síðan á föstudag fyrir viku er samband rofnaði við GPS-tæki þeirra. ARY News greinir frá því gervihnattamyndir frá Íslandi og Síle væru nýttar til að kortleggja það svæði sem um ræðir. Með myndum frá Íslandi er átt við myndir sem koma frá Geimvísinda- og tækniskrifstofu Íslands, tiltölulega nýstofnuðu félagi utan um geimrannsóknir.

Pakistanski herinn hefur leitað að John Snorra og félögum síðustu daga, og undirbýr nú  stærstu leitar- og björgunaraðgerðina hingað til.

John Snorri ásamt feðgunum Muhammad Ali Sa­dp­ara og Sajid Ali. …
John Snorri ásamt feðgunum Muhammad Ali Sa­dp­ara og Sajid Ali. Sá síðastnefndi var snúinn niður af fjallinu áður en John Snorri, Sadpara og JP Mphr frá Síle týndust. Ljósmynd/John Snorri
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert