Tekjuviðmið fyrir sérstökum húsnæðisstuðningi munu hækka um 11,9% og eignamörk munu sömuleiðis hækka um 7,23% hjá Reykjavíkurborg. Þetta var samþykkt í borgarráði að tillögu borgarstjóra í gær. Fram kemur í tilkynningnu frá Reykjavíkuborg að þeim sem sækja um stuðninginn til brogarinnar hafa fjölgað undanfarna mánuði.
„Sérstakur húsnæðisstuðningur er fjárstuðningur vegna greiðslu á húsaleigu sem kemur til viðbótar við húsnæðisbætur ríkisins. Hann er ætlaður til að koma til móts við leigukostnað einstaklinga og fjölskyldna sem eru með lágar tekjur, þunga framfærslubyrði eða erfiðar félagslegar aðstæður,“ kemur fram í tilkynningunni.
Þá kemur fram að hækkunin sé sambærileg og vegna almennra húsnæðisbóta en hærri en leiðbeiningar félagsmálaráðuneytisins frá því í desember segja til um.
Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs, áætlar að breytingin muni hafa áhrif á allt að 650 einstaklinga.
Í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2021 var gert ráð fyrir að meðaltali 2.958 greiðslum á sérstökum húsnæðisstuðningi á mánuði, og heildarupphæð sem nemur 1.049 milljónir króna á ársgrundvelli.
Kostnaðaraukning vegna hækkunar á tekjumörkum er áætluð um 50 milljónir króna á árinu 2021.