„Þetta eru sláandi tölur“

Það er heilsufarslegt mál að hækka laun, hækka atvinnuleysisbætur og stytta vinnudaginn. Einnig er brýnt að auðvelda aðgengi fólks að heilbrigðisþjónustu, hvort sem er vegna andlegra eða líkamlegra veikinda.

Þetta kemur fram í pistli Drífu Snædal, forseta ASÍ. Þar vísar hún í niðurstöður Vörðu úr viðamikilli rannsókn á stöðu launafólks og atvinuleitenda.

Drífa Snædal.
Drífa Snædal. Ljósmynd/Aðsend

Drífa segir niðurstöðurnar staðfesta að ungt fólk og fólk af erlendum uppruna fari sérlega illa út úr efnahagskreppunni.

„Fjórir af hverjum 10 atvinnuleitendum mælast með slæma andlega heilsu og sama má segja um ríflega fimmtung launafólks. Að auki hafði rúmur helmingur atvinnulausra neitað sér um heilbrigðisþjónustu. Um fjórðungur kvenna á vinnumarkaði býr við slæma andlega heilsu og þær neita sér frekar um heilbrigðisþjónustu en vinnandi karlar. Þetta eru sláandi tölur og óhætt að fullyrða að áhyggjur af afkomu hefur bein áhrif á líðan,“ segir hún.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert