Tjónið rúmur milljarður

Tjón var umtalsvert í Háskóla Íslands.
Tjón var umtalsvert í Háskóla Íslands. mbl.is/Kristinn Magnússon

Tjón vegna vatnslek­ans í Há­skóla Íslands er mjög veru­legt en of snemmt er að meta það til fulls. Þetta seg­ir Jón Atli Bene­dikts­son, rektor Há­skóla Íslands.

Sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins hafa sér­fræðing­ar áætlað að tjónið sé á ann­an millj­arð króna. Er þá m.a. horft til mik­illa skemmda á raf­lögn­um og hús­gögn­um.

Jón Atli seg­ir aðspurður að mjög háar fjár­hæðir hafi verið nefnd­ar þegar allt er talið. Hann geti ekki staðfest þær enda eigi eft­ir að full­meta tjónið. Þá sé óviss­an mik­il.

Til að setja þessa fjár­muni í sam­hengi greiddi Happ­drætti Há­skóla Íslands 1.180 millj­óna til skól­ans 2019, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um tjónið í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka