Tjónið rúmur milljarður

Tjón var umtalsvert í Háskóla Íslands.
Tjón var umtalsvert í Háskóla Íslands. mbl.is/Kristinn Magnússon

Tjón vegna vatnslekans í Háskóla Íslands er mjög verulegt en of snemmt er að meta það til fulls. Þetta segir Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hafa sérfræðingar áætlað að tjónið sé á annan milljarð króna. Er þá m.a. horft til mikilla skemmda á raflögnum og húsgögnum.

Jón Atli segir aðspurður að mjög háar fjárhæðir hafi verið nefndar þegar allt er talið. Hann geti ekki staðfest þær enda eigi eftir að fullmeta tjónið. Þá sé óvissan mikil.

Til að setja þessa fjármuni í samhengi greiddi Happdrætti Háskóla Íslands 1.180 milljóna til skólans 2019, að því er fram kemur í umfjöllun um tjónið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert