Vegaframkvæmdir í Ölfusi ganga vel í góðu tíðarfari

Tvöföldun vegarins á milli Hveragerðis og Selfoss.
Tvöföldun vegarins á milli Hveragerðis og Selfoss. mbl.is/Árni Sæberg

Starfsmenn ÍAV vinna nú að smíði nýrrar brúar yfir Gljúfurholtsá í Ölfusi, sem er hluti af tvöföldun hringvegarins á þessum slóðum.

„Í góðu tíðarfari ganga framkvæmdir vel og viðfangsefnin eru skemmtileg,“ segir Ágúst Jakob Ólafsson verkstjóri.

Um 30 manns eru nú að störfum í Ölfusinu, það er brúarsmiðir og vinnuflokkar í tækjavinnu við lagningu nýja vegarins. Sá er um sjö kílómetrar, það er frá Kotströnd í Ölfusi að Biskupstungnabraut ofan við Selfoss. Verklok eru áætluð síðsumars 2023.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert