Hægði á fasteignaviðskiptum í janúar

Kópavogur.
Kópavogur. mbl.is/Sigurður Bogi

Töluvert hægði á fasteignaviðskiptum á landinu í janúar síðastliðnum og fækkaði gerðum kaupsamningum um 28,8% frá því í desember og fasteignaveltan lækkaði um 8,1%.

Á höfuðborgarsvæðinu fækkaði samningum um 30,7% á milli mánaða og veltan lækkaði um 37,7%.

Þetta kemur fram í upplýsingum sem Þjóðskrá hefur tekið saman og birti í gær um veltu á fasteignamarkaði eftir landshlutum í seinasta mánuði.

Fram kemur að fjöldi fasteigna sem gekk kaupum og sölum á landinu öllu var 967 talsins og var upphæð viðskiptanna um 68,6 milljarðar króna þegar miðað er við útgáfudagsetningu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert