Hrein skuld ríkissjóðs jókst um 240 milljarða – 240 þúsund milljónir króna – frá lokum janúar 2020 til loka janúar 2021.
Aukningin samsvarar því að skuldirnar hafi aukist um 660 milljónir á dag, eða um tæpa hálfa milljón á mínútu.
Við þetta bætist lántaka á 750 milljónum evra og svo frekari lántaka ríkissjóðs síðar á árinu.
Fjallað er um aukningu ríkisskulda í Morgunblaðinu í dag.