Forsvarsmenn héraðsfréttablaða telja að sá stuðningur við einkarekna fjölmiðla sem kveðið er á um í fjölmiðafrumvarpinu muni ekki duga fyrir rekstur svæðisbundinna miðla og vilja að gerðar verði breytingar á því.
Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að lagt er til í umsögnum að heildarframlagið hækki úr 400 milljónum kr. í a.m.k. 500 milljónir.
Sérstaklega er gagnrýnt að með seinustu breytingum á frumvarpinu, sem nú er til umfjöllunar í allsherjar- og menntamálanefnd, hafi skilyrði um lágmarksútgáfutíðni og um ritstjórnarefni, sem fjölmiðlar þurfa að uppfylla, verið felld út.