Sex miðahafar skiptu með sér 2. vinningi þegar dregið var út í lottó í kvöld. Fær hver um sig rúmar 70 þúsund krónur í sinn hlut.
Einn miðanna var keyptur í Bjarnabúð á Selfossi og annar í Skalla í Hraunbæ í Reykjavík. Þrír voru seldir í áskrift og sjötti miðinn seldur yfir vefinn.
Sex til viðbótar voru með fjórar réttar tölur í jókernum og fá því hundrað þúsund krónur hver.