Börn á rúntinum og þjófar á ferð

mbl.is/Kristinn Magnússon

Lögreglan stöðvaði för bifreiðar í miðborginni á fjórða tímanum í nótt og í ljós kom að ökumaðurinn var réttindalaus enda aðeins 16 ára gamall. Tveir farþegar voru í bifreiðinni sem einnig eru 16 ára. Málið unnið með aðkomu foreldra og tilkynningu til barnaverndar að því er segir í dagbók lögreglunnar. 

Síðdegis í gær var tilkynnt um þjófnað á farsíma í Sundhöll Reykjavíkur en símanum hafði verið stolið úr fataskáp sundlaugarinnar. Andvirði símans er 160 þúsund krónur.

Um svipað leyti var tilkynnt um þjófnað úr bifreið í Vesturbænum en farið var inn í bifreiðina og þaðan stolið úlpu og tveimur borvélum.

Í nótt var síðan tilkynnt um búðarhnupl í Austurbænum (hverfi 108) en þar var maður stöðvaður er hann var að yfirgefa verslunina með varning ( humar, nautakjöt, krem o.fl.) fyrir tæpar 55 þúsund krónur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert