Einn er í haldi lögreglunnar vegna mannsláts í Reykjavík um miðnætti í gærkvöldi. Maðurinn sem lést var á fertugsaldri.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð að húsi í Austurborginni um miðnætti í gærkvöldi en þar var tilkynnt um slasaðan karlmann utan við húsið. Endurlífgunartilraunir hófust strax á vettvangi og í kjölfarið var maðurinn fluttur á Landspítalann en var úrskurðaður látinn skömmu eftir komuna þangað. Maðurinn var á fertugsaldri.
Rannsókn málsins er á frumstigi en einn er í haldi í þágu hennar að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Uppfært:
Sá látni er af erlendu bergi brotinn, en atvikið átti sér stað í heimahúsi í Rauðagerði.