Ekkert nýtt smit í gær

Ekkert kórónuveirusmit greindist innanlands í gær og á landamærunum er beðið niðurstöðu mótefnamælingar hjá einum einstaklingi að sögn Jó­hanns K. Jó­hanns­son­ar, sam­skipta­stjóra al­manna­varna­deild­ar rík­is­lög­reglu­stjóra.

Eng­inn greind­ist heldur með kór­ónu­veiruna inn­an­lands á föstudag og í gær beið einn niður­stöðu mót­efna­mæl­ing­ar á landa­mær­un­um. 

Ekki eru birt­ar töl­ur á covid.is-vefn­um um helg­ar og seg­ir Jó­hann að um bráðabirgðatöl­ur sé að ræða. 

Fjór­ir greind­ust með smit á fimmtu­dag og eru þeir all­ir í sömu fjöl­skyldu. All­ir voru í sótt­kví við grein­ingu en smit­in tengj­ast landa­mær­un­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert