Fjarðarheiði lokuð vegna veðurs

Sigurður Ægisson

Lokað er á Fjarðarheiði en ófært á Vatnsskarði eystra og beðið með mokstur vegna veðurs. Hættustig er í gildi vegna snjóflóðahættu á Siglufjarðarvegi og er vegurinn lokaður frá Ketilási að Siglufirði. Óvissustig er í gildi vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla.

Hreindýrahjarðir eru víða við veg og hafa m.a. sést í nágrenni álversins á Reyðarfirði, á Fagradal og á Jökuldal. Hreindýrahjörð hefur sést á Breiðamerkursandi og eru vegfarendur beðnir að sýna aðgát á þessum svæðum að því er segir á vef Vegagerðarinnar.

Vegurinn um Dynjandisheiði er lokaður. Greiðfært er að mestu á láglendi á Norðurlandi en hálka eða hálkublettir á fjallvegum.

Hálka eða hálkublettir eru á flestum leiðum á Norðausturlandi og einhver skafrenningur á Möðrudalsöræfum.

Hvasst er undir Eyjaföllum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert