Fjórðungur forgangsflutningar

Mikið álag er í sjúkraflutningum alla daga hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.
Mikið álag er í sjúkraflutningum alla daga hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Ljósmynd/Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

Fjórðungur allra sjúkraflutninga á höfuðborgarsvæðinu síðasta sólarhringinn voru forgangsflutningar. Talsvert var einnig um forgangsflutninga daginn áður.

Síðasta sólarhringinn fór slökkvilið höfuðborgarsvæðisins í 83 sjúkraflutninga en aðeins einn þeirra var vegna Covid-19. 

Sólarhringinn á undan voru sjúkraflutningarnir 104 talsins og af þeim voru 20 forgangsflutningar en fimm vegna Covid-19.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert