Krapaflóð féll á hringveginn í sunnanverðum Fáskrúðsfirði fyrir skömmu og lokar það veginum.
Þetta er annað flóðið sem fallið hefur á vegi á Austfjörðum í dag, að því er fréttaritari mbl.is hefur eftir lögreglu á svæðinu. Hitt flóðið féll í Reyðarfirði síðdegis í dag.
Vegagerðin vinnur að því að opna veginn.