Skíðasvæðið í Skarðsdal opnað á ný

Skíðasvæðið Skarðsdal.
Skíðasvæðið Skarðsdal. Ljósmynd/Fjallabyggð

Skíðasvæðið í Skarðsdal við Siglufjörð var opnað aftur á föstudag eftir hreinsun. Í síðasta mánuði féll snjóflóð á skíðasvæðið og hreif með sér aðstöðu þess, bæði miðasölu og skíðal­eigu, sem og troðara, og gjör­eyðilagði.

Hreinsunarstarfi er nú loks lokið og því var hægt að opna svæðið aftur. Það var opið í um sjö klukkustundir, milli klukkan 14 og 19. Frá þessu er greint á vef Fjallabyggðar. 

Forstöðumaður skíðasvæðisins, Egill Rögnvaldsson, segir að margir hafi komið að hreinsunarstarfinu. Þá hefði ekki verið hægt að opna svæðið að nýju nema sökum elju íbúa sveitarfélagsins. 

Segir Egill að mikill samhugur hafi verið um að reisa skíðasvæðið að nýju eftir áfallið í janúar. Þá hafi eftirspurnin verið vonum framar en hann hefur ekki haft undan við að svara fyrirspurnum frá skíðaþyrstu fólki. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert