Sóttvarnabrot og hávaðaútköll

Bæði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri sinnti eftirliti í …
Bæði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri sinnti eftirliti í gærkvöldi með veitingastöðum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri heimsótti veitingahús í gærkvöldi og kannaði með aðstæður. Tveir staðir, annar á Akureyri og hinn á höfuðborgarsvæðinu, fóru ekki að reglum. Eitthvað var um hávaðaútköll í báðum lögregluumdæmum.

Að sögn varðstjóra í lögreglunni á Akureyri var ástandið gott á nánast öllum stöðum fyrir utan að á einum vínveitingastað voru of margir gestir þegar lögregla kom þangað í gærkvöldi og kannaði aðstæður. Eitthvað var um hávaðaútköll í gærkvöldi og í nótt en enginn gistir fangageymslur lögreglu á Akureyri eftir nóttina.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu heimsótti einnig veitingahús í umdæminu. Ástand nokkuð gott en einn veitingastaður var ekki búinn að loka kl. 22:20 og má því búast við kæru. Mikið um útköll vegna hávaða eins og undarfarnar helgar en þau voru alls 15 talsins á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert