Slökkvilið Akureyrar var kallað út um ellefuleytið vegna elds í jepplingi, að sögn varðstjóra í slökkviliðinu er bíllinn ónýtur en talið er að kviknað hafi í út frá rafkerfi bílsins.
Enginn var í bílnum þegar eldurinn kom upp en eigandi hans var nýkominn heim á bílnum þegar eldurinn blossaði upp.
Rólegt hefur verið hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í morgun og engin útköll á dælubíla það sem af er morgni.