Ekkert smit innanlands í gær

Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Enginn greindist innanlands á föstudag og laugardag en fjórir á fimmtudag. Tveir greindust með virkt smit í seinni sýnatöku á landamærunum í gær en tveir bíða niðurstöðu mótefnamælingar. Þeir sem greindust á landamærunum á föstudag og laugardag en biðu niðurstöðu mótefnamælingar reyndust allir vera með virkt smit, þrír einstaklingar alls. 

Nýgengi innanlands miðað við 100 þúsund íbúa síðustu tvær vikur er nú 2,2 og 5,5 á landamærunum.

Alls eru 26 í einangrun og 20 í sóttkví. Nú eru 18 í einangrun á höfuðborgarsvæðinu og 11 í sóttkví. Á Suðurnesjum eru fimm með virkt smit en sex í sóttkví. Á Suðurlandi er eitt virkt smit en tveir í sóttkví. Á Norðurlandi eystra eru tveir í einangrun og einn í sóttkví.

Tvö börn á aldrinum 1-5 ára eru með Covid-19 í dag. Tvöfalt fleiri eru með smit í aldurshópnum 18-29 ára en fyrir helgi eða sex manns. Átta smit eru í aldurshópnum 30-39 ára og sex hjá 40-49 ára. Þrír á aldrinum 50-59 ára og þrír á sjötugsaldri. 

Tekin voru 323 sýni innanlands í gær og 326 á landamærunum. í skimunarsóttkví vegna komu til landsins eru 719 einstaklingar. 

Átta eru á sjúkrahúsi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert