Fjármálaráðherra sagður hafa fallist á 490 milljónir

Ummæli stjórnarformanns Íslandspósts stangast á við það sem fram kemur …
Ummæli stjórnarformanns Íslandspósts stangast á við það sem fram kemur skýrt í drögum að fundargerð stjórnar í nóvember árið 2019. Ljósmynd/Pósturinn

Stjórn Íslandspósts leit svo á að Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefði fallist á að ríkissjóður bætti fyrirtækinu alþjónustubyrði vegna ársins 2020 að fjárhæð 490 milljónir króna.

Það hefði hann gert á fundi með stjórn og forstjóra fyrirtækisins, ásamt Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, sem haldinn var 15. nóvember 2019. Þetta kemur skýrt fram í drögum að fundargerð 262. fundar stjórnar Íslandspósts sem haldinn var þremur dögum eftir fundinn með ráðherrunum og Morgunblaðið hefur undir höndum.

Undir fyrsta lið fundarins, sem nefndur var „viðbrögð við vendingum í gerð þjónustusamnings um póstþjónustu við ríkið“, segir að fjármálaráðherra hafi lagt til „að leggja inn í okkar áætlanir útreiknaðar stærðir þjónustusamnings eins og við höfum reiknað það út“. Framar í drögunum er fjallað um útreikninga fyrirtækisins sem gerðu ráð fyrir að alþjónustubyrðin sem ríkið myndi bæta fyrirtækinu næmi fyrrnefndum 490 milljónum króna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert