Fjarvinna á leið inn í kjarasamninga

Fjarvinna verður sífellt algengari.
Fjarvinna verður sífellt algengari. Reuters

Forsvarsmenn SA og VR eru sammála um að aukin fjarvinna hér á landi í kjölfar faraldursins sé eitthvað sem til umræðu verður við gerð næstu kjarasamninga. Útilokað sé að svo verði ekki.

Þeir eru einnig sammála um að fjarvinna geti falið í sér mörg tækifæri fyrir fyrirtæki og starfsmenn þeirra og að góð samvinna verði að vera á milli aðila vinnumarkaðarins um þessi mál.

Þeir benda báðir á að umræða um fjarvinnu meðal aðila á vinnumarkaði sé ekki sprottin upp vegna faraldursins, heldur eigi hún sér lengri sögu. Til að mynda undirrituðu SA og ASÍ samkomulag um fjarvinnu árið 2006 þar sem meðal annars er kveðið á um skilgreiningu fjarvinnu, notkun á hvers kyns búnaði við störf og skil milli vinnu og einkalífs. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir einmitt í samtali í Morgunblaðinu í dag að mál þessu tengd séu þau sem hafi komið inn á borð VR það sem af er faraldrinum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert