Veðurstofa Íslands hefur aflýst hættustigi á Seyðisfirði vegna hættu á snjóflóðum.
Þar með hefur rýmingu verið aflétt á reitum 4 og 6 samkvæmt rýmingarkorti vegna snjóflóðahættu, að því er segir í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum á Austurlandi.
Áfram er í gildi óvissustig á Austurlandi vegna hættu á ofanflóðum. Seint í nótt stytti upp og verður úrkomulítið á Austurlandi í dag en áfram verður hlýtt og leysing.