Tvær línur, Vopnarfjarðarlína 1 og Hólalína 1, eru núna úti að því er Landsnet greinir frá.
Vopnafjarðarlína 1 fór út aðfaranótt sunnudags en bilun hefur verið fundin á línunni. Það er hins vegar mjög erfitt að komast á bilunarstað vegna veðurs og snjóflóðahættu á svæðinu.
„Okkar menn á Austurlandi eru tilbúnir til viðgerða um leið og færi gefst. Á meðan er Vopnafjörður keyrður á varaafli.
Í gærkvöldi féll aurskriða á eina stæðu í Hólalínu 1, sem liggur á milli Hóla og Teigarhorns, og tók út línuna. Verið er að undirbúa viðgerð og skoða hvort óhætt sé að fara inn á svæðið til viðgerðar,“ segir í tilkynningu frá Landsneti.