Stutt í að rannsókn á andlátinu ljúki

Sundhöll Reykjavíkur.
Sundhöll Reykjavíkur. mbl.is/Kristinn Magnússon

Stutt er í að rann­sókn ljúki á and­lát­inu sem varð í Sund­höll Reykja­vík­ur í janú­ar.

Búið er að yf­ir­heyra alla sem koma að mál­inu, sem eru um fimm til sex tals­ins, og beðið er eft­ir end­an­legri niður­stöðu úr krufn­ing­ar­skýrslu, að sögn Guðmund­ar Páls Jóns­son­ar, lög­reglu­full­trúa hjá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu.

Tækni­deild hef­ur unnið að mál­inu með rann­sókn­ar­deild. Farið hef­ur verið yfir hvernig ör­ygg­is­mál­um var háttað í sund­laug­inni. Meðal ann­ars var mynd­efni úr ör­ygg­is­mynda­vél­um skoðað.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert