Uppgjör í undirheimum

Íbúar í Rauðagerði sögðust enga skothvelli hafa heyrt.
Íbúar í Rauðagerði sögðust enga skothvelli hafa heyrt. mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Alb­ana á fer­tugs­aldri var ráðinn bani fyr­ir utan heim­ili sitt í Rauðagerði í Reykja­vík aðfaranótt sunnu­dags. Hann læt­ur eft­ir sig ís­lenska konu og ungt barn. Einn er í haldi lög­reglu vegna máls­ins, er­lend­ur karl­maður á fer­tugs­aldri. Sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins teng­ist málið að lík­ind­um valda­bar­áttu í und­ir­heim­um ólög­legra vímu­efna. Áverk­ar eft­ir skot­vopn fund­ust á líki manns­ins.

Inn­an lög­reglu er ótt­ast að árás­in kunni að leiða til hefnd­araðgerða. Átök eru sögð vera um yf­ir­ráð yfir fíkni­efna­markaði í und­ir­heim­um um þess­ar mund­ir, vegna valdatóms sem myndaðist þegar stór­tæk­ur ís­lensk­ur fíkni­efna­sali tók að draga sig í hlé fyr­ir skömmu.

Rann­sókn á frum­stigi

Í sam­töl­um við Morg­un­blaðið og mbl.is sagðist lög­regla ekk­ert geta tjáð sig um málið um­fram það sem þegar hefði komið fram í frétta­til­kynn­ing­um. Því fékkst ekki svarað hvort óskað yrði eft­ir gæslu­v­arðhalds­úrsk­urði yfir mann­in­um sem er í haldi lög­reglu.

Íbúar í Rauðagerði ræddu marg­ir við mbl.is í gær og sögðust þeir all­ir hafa einskis orðið var­ir. Eng­ir skot­hvell­ir hefðu heyrst í göt­unni og velti einn ná­granni því upp hvort hljóðdeyf­ir hefði mögu­lega verið notaður við verknaðinn.

Húsið þar sem maður­inn fannst lát­inn skipti um eig­end­ur á síðasta ári og segja íbú­ar í kring að mikið hafi verið um grun­sam­leg­ar manna­ferðir við húsið síðan. Ná­grann­ar sögðust ekki kann­ast við þá sem keypt hefðu húsið. Rann­sókn máls­ins hef­ur for­gang hjá lög­reglu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka