Auka vöktun með efnainnihaldi neysluvatns

Stillingar á nýjum búnaði í Gvendarbrunnum.
Stillingar á nýjum búnaði í Gvendarbrunnum. Ljósmynd/Sverrir Guðmundsson

Veit­ur hafa sett upp vökt­un­ar­búnað til að vakta mögu­leg­ar breyt­ing­ar á efnainni­haldi neyslu­vatns frá vatnstöku­svæðum í Heiðmörk ef kæmi til eld­goss á Reykja­nesskaga.

Tek­in var ákvörðun um vökt­un­ina í kjöl­far fund­ar með al­manna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra  sem hald­inn var þegar land reis vegna kvikuinn­skots nærri fjall­inu Þor­birni við Grinda­vík. Með gosi á því svæði gætu gos­efni borist til höfuðborg­ar­svæðis­ins, fallið niður á vatnstöku­svæðin og ógnað drykkjar­hæfi vatns­ins. Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu.

„Ákveðið var að hefja vökt­un­ina svo skjótt sem verða mætti til þess að ákv­arða bet­ur breyti­leika í efnainni­haldi vatns­ins eins og það er við bestu skil­yrði og hafa þannig gögn til sam­an­b­urðar ef eða þegar af eld­gosi verður. 

Mæli­búnaður­inn sem keypt­ur var mæl­ir grugg, leiðni, sýru­stig, hita og flúor­inni­hald með mik­illi ná­kvæmni og miðlar gögn­um ört í gegn­um vefviðmót.

Sett voru upp tvö tæki sem vakta vatnið frá vatnstöku­svæðunum í Heiðmörk; Vatns­endakrik­um ann­ars veg­ar og Gvend­ar­brunna- og Myllu­lækj­ar­svæðinu hins veg­ar.

Jafn­framt hafa Veit­ur út­fært viðbragðs- og vökt­un­ar­áætl­un til að fylgj­ast með öðrum þátt­um er haft geta áhrif á vatnið en ekki er auðsótt að mæla í raun­tíma. Með þess­ari nýju vökt­un eru Veit­ur í aðstöðu til að fylgj­ast bet­ur með mögu­leg­um breyt­ing­um á efnainni­haldi neyslu­vatns. Mark­miðið er einnig að vera í stakk búin að miðla upp­lýs­ing­un­um til vatns­veitna í ná­granna­sveit­ar­fé­lög­um sem að öll­um lík­ind­um myndu verða fyr­ir sam­bæri­leg­um áhrif­um af eld­gosi, kæmi til þess,“ seg­ir í til­kynn­ingu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert