Ber merki um aftöku

Karlmaður á fertugsaldri var drepinn fyrir utan heimili sitt í …
Karlmaður á fertugsaldri var drepinn fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði á laugardagskvöldið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það setti að mér ugg við að lesa frétt­ir af þessu máli,“ seg­ir Helgi Gunn­laugs­son, af­brota­fræðing­ur og pró­fess­or við Há­skóla Íslands, um mann­drápið í Rauðagerði aðfaranótt sunnu­dags.

„Þetta ber öll merki þess að hafa verið af­taka í ósköp dæmi­gerðu íbúðahverfi í Reykja­vík. Svo get­ur þetta hafa verið eitt­hvað per­sónu­legt á milli ger­anda og þolanda. Við eig­um eft­ir að fá meiri upp­lýs­ing­ar um hvernig þeir tengj­ast og hvort þeir tengj­ast skipu­lagðri glæp­a­starf­semi. Þetta þurf­um við að vita til að sjá heild­ar­mynd­ina.“

Helgi kvaðst ekki vita meira um málið en lög­regl­an hef­ur gefið upp og greint hef­ur verið frá í frétt­um. „Ef grun­semd­ir lög­regl­unn­ar eru rétt­ar þá er þetta svipað því sem við höf­um áður séð ger­ast er­lend­is. Þetta hef­ur gerst á Norður­lönd­um þar sem eru gengja­stríð. Þau tak­ast á um svæði, viðskipti og fleira. Þetta gæti hafa verið angi af slíkri bar­áttu eða upp­gjöri,“ sagði Helgi en lengra viðtal við Helga er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert