Dæmdur í 15 mánaða fangelsi fyrir líkamsárás

Héraðsdómur Reykjavíkur.
Héraðsdómur Reykjavíkur. mbl.is/Þór

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag karlmann til 30 daga fangelsisvistar fyrir líkamsárás sem hann gerði á annan karlmann laugardaginn 27. júní í fyrra.

Í dómi héraðsdóms segir að maðurinn hafi veist að þolanda sínum með ofbeldi í félagi við annan mann, kýlt hann með krepptum hnefum ítrekað í andlit og höfuð og sparkað í líkama hans með þeim afleiðingum að hann missti meðvitund. Maðurinn hlaut eymsli á höfði, mar á andliti vinstra megin og sár á hnúum hægri handar.

Maðurinn hefur frá árinu 2008 fimm sinnum hlotið dóm og sex sinnum gengist undir lögreglustjórasátt. Maðurinn hefur áður verið dæmdur til 15 mánaða fangelsisvistar fyrir líkamsárás.

Ásamt því að vera dæmdur í 30 daga fangelsi var manninum gert að greiða skipuðum verjanda sínum tæplega 165 þúsund krónur og rúmlega 9 þúsund krónur í sakarkostnað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert