Búið er að ljúka við viðgerð á Hólalínu eitt og hún komin í rekstur, að því er fram kemur á vef Landsnets. Rafmagnstruflanir urðu á hluta Vestfjarða er aurskriða fell á einn turn sunnudagskvöld og hefur línan ekki verið í rekstri fyrr en nú.
Erfitt var að komast að til að sinna viðgerðum vegna snjóflóðahættu og var keyrt á varafli í Vopnafirði um tíma.