Konudagsblómin dýrari vegna „ofurtolla“

Tveir stórir blómadagar eru í febrúar, þ.e. Valentínusardagurinn og konudagurinn. …
Tveir stórir blómadagar eru í febrúar, þ.e. Valentínusardagurinn og konudagurinn. Myndin er úr safni. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Háir tollar og takmörkuð samkeppni við innlenda blómaræktun eru meginorsök þess hvað konudagsvöndurinn er dýr,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.

Á vefsíðu FA segir að skortur hafi verið á innlendum blómum að undanförnu og að blómabúðir hafi aðeins fengið blóm upp í brot af pöntunum sínum frá innlendum framleiðendum fyrir stóru blómadagana nú í febrúar, Valentínusardaginn og konudaginn.

Vegna þess eigi eigendur blómabúða þann einan kost að flytja inn blóm, en tollar séu áfram gífurlega háir og ekkert sé að frétta af endurskoðun á blómatollum. Innflutt afskorin blóm bera „ofurtolla“ samkvæmt FA, eða 30% verðtoll auk 95 króna stykkjatolls á hvert einasta blóm.

Kvóti felldur úr gildi

Í ársbyrjun 2020 hafi tekið gildi lagabreyting, sem felldi úr gildi heimild til að gefa út svokallaðan skortkvóta, þ.e. innflutningsheimildir á lægri tollum. Það sé því ekki lengur möguleiki að bregðast við skorti á íslenskum blómum með því að lækka tolla á innfluttum blómum. Þar með geti innlendir blómaræktendur haldið uppi verðinu á sínum vörum.

„Við skorum enn og aftur á stjórnvöld að taka þetta löngu úrelta kerfi til endurskoðunar. Það er hægt að halda tiltekinni vernd fyrir innlenda framleiðendur en gera engu að síður breytingar sem yrðu blómaversluninni og neytendum mjög til hagsbóta.

Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Mynd/mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert