21,7 milljarða halli sveitarfélaganna

Framkvæmdir. Gert er ráð fyrir aðfjárfestingarstigið haldist hátt.
Framkvæmdir. Gert er ráð fyrir aðfjárfestingarstigið haldist hátt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sveitarfélög landsins gera ráð fyrir verri afkomu á þessu ári, tekjur muni lækka og halli verði á rekstri A-hluta upp á 21,7 milljarða. Búist er við halla allt til ársins 2024.

Auka á fjárfestingar verulega til að mynda viðspyrnu gegn samdrætti vegna kórónukreppunnar og að þær verði um 59 milljarðar í ár en þær eru að langstærstum hluta fjármagnaðar með lántöku til lengri tíma. Því hækka skuldir sveitarfélaganna verulega á yfirstandandi ári.

Þetta kemur m.a. fram í ítarlegri greinargerð Hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga um fjárhagsáætlanir sveitarfélaganna á árunum 2021-2024 sem birt er í nýútkomnu fréttabréfi. Hyggjast sveitarfélögin taka ný langtímalán að fjárhæð 60,4 milljarðar kr. og gert er ráð fyrir að afborganir þeirra muni nema 16 milljörðum, að því er fram kemur í Morgublaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert