Bensínverðið nálgast nú 240 krónur

Tankað á bílinn.
Tankað á bílinn. mbl.is/Sigurður Bogi

„Meginskýringin á þessu er að það hefur verið stígandi í eldsneytisverði á heimsmarkaði. Við erum ekki að horfa á stigvaxandi álagningu en skattahækkun um síðustu áramót spilar einnig inn í,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda.

Bensínverð hefur hækkað nokkuð síðustu tvær vikur og nálgast lítraverð nú 240 krónur þar sem það er hæst, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Í gær kostaði lítrinn af 95 oktana bensíni 238,8 krónur á mörgum stöðvum Olís. Hafði það hækkað um níu krónur frá því í janúar. Hjá N1 var algengt verð 238,5 krónur í gær. Hjá Orkunni var algengt verð 236,5 krónur og hjá Atlantsolíu 234,6 krónur. Ekki er tekið tillit til afsláttarkjara sem kunna að vera í boði á þessum stöðvum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert