Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir gráum Volkswagen Golf árgerð 2012 með skráningarnúmerið UDS65, en bílnum var stolið frá Vínbúðinni við Dalveg í Kópavogi í fyrradag.
Þetta kemur fram á facebooksíðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Sjáist bíllinn í umferðinni þá vinsamlegast hringið tafarlaust í 112, en upplýsingum um hvar bíllinn er niðurkominn má sömuleiðis koma á framfæri í tölvupósti á netfangið thora.jonasdottir@lrh.is eða í síma 4441000.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir gráum Volkswagen Golf árgerð 2012 með skráningarnúmerið UDS65, en bílnum var...
Posted by Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu on Wednesday, February 17, 2021