Bjarkey þiggur 2. sætið

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna.
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. mbl.is/Arnþór

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi, hefur ákveðið að þiggja annað sæti á framboðslista hreyfingarinnar fyrir þingkosningar í haust.

Þetta kemur fram í facebookfærslu á síðu Bjarkeyjar í dag. 

Bjarkey sat í öðru sæti á lista fyrir síðustu alþingiskosningar á eftir Steingrími J. Sigfússyni, fyrrverandi formanni og stofnanda flokksins, og er þingflokksformaður vinstri-grænna. 

Hún sóttist eftir að leiða listann eftir að Steingrímur tilkynnti að hann sæktist ekki eftir endurkjöri. Bjarkey laut í lægra haldi fyrir Óla Halldórssyni í forvali hvers niðurstaða var tilkynnt í gær. 

Sjá má færslu Bjarkeyjar hér:

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert