Fimm virk smit á landamærunum

Covid-19 faraldurinn er í rénum á Íslandi ólíkt því sem …
Covid-19 faraldurinn er í rénum á Íslandi ólíkt því sem er víðast hvar annars staðar í Evrópu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær en fimm virk smit greindust við fyrri skimun á landamærunum í gær. Einn bíður niðurstöðu mótefnamælingar. Enginn hefur greinst með Covid-19 innanlands frá 11. febrúar en þá greindust fjórir einstaklingar. Þau smit voru rakin til landamæranna. Síðast greindist einstaklingur sem ekki var í sóttkví með smit 1. febrúar. 

Alls hafa 1.530 greinst með Covid-19 við fyrri skimun á landamærunum frá því að byrjað var að skima þar. Við skimun 2 hafa 172 greinst en mun styttra er síðan fólki var gert að fara í tvær skimanir á landamærum og fimm daga skimunarsóttkví á milli. Alls hafa 457 greinst með mótefni og nú bíður einn niðurstöðu úr mótefnamælingu. 

Nú eru 29 í einangrun og 24 í sóttkví. Alls eru 912 í skimunarsóttkví. Tekin voru 545 sýni innanlands í gær og 351 á landamærunum.

Nú eru 19 í einangrun á höfuðborgarsvæðinu og 14 í sóttkví. Á Suðurnesjum eru 5 með Covid-19 og 7 í sóttkví. Tvö smit eru á Suðurlandi og sami fjöldi er í sóttkví. Á Norðurlandi eystra eru smitin nú þrjú talsins og einn í sóttkví. 

Tvö börn á aldr­in­um 1-5 ára eru með Covid-19 í dag. Níu ein­stak­ling­ar á aldr­in­um 18-29 ára og Níu á aldr­in­um 30-39 ára. Á fimm­tugs­aldri eru sex með Covid-19 og þrír á sex­tugs­aldri. Ekk­ert smit er meðal fólks sem er 60 ára og eldri á Íslandi.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert