Konur aðlöguðu tíma sinn í meiri mæli en karlar að faraldursástandinu í fyrstu bylgju. Þær unnu meira um kvöld og helgar og upplifðu meira álag en karlar.
Karlar juku hins vegar þátttöku sína í umönnun barna og voru lítillega duglegri að sinna heimilisstörfum.
Kemur þetta fram í nýrri kynjarannsókn sem er hluti af alþjóðlegu rannsóknarverkefni sem Háskólinn í Utrecht í Hollandi stendur að og um er fjallað í Morgunblaðinu í dag.