Kröfu ríkisins hafnað

Grái herinn á útifundi á Austurvelli.
Grái herinn á útifundi á Austurvelli. mbl.is/Golli

Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði síðdegis í gær kröfu Tryggingastofnunar og íslenska ríkisins um að vísa frá máli Gráa hersins gegn þeim.

Þrír félagar í Gráa hernum höfðuðu mál í þeim tilgangi að fá dæmdar ólögmætar skerðingar á ellilífeyri þeirra og á heimilisuppbót sem áttu sér stað vegna greiðslna sem þau nutu úr skyldubundnum atvinnutengdum lifeyrissjóðum. Samanlagðar skerðingar námu 56,9% af greiðslum umfram 25.000 kr. á mánuði og segja liðsmenn Gráa hersins umræddar skerðingar andstæðar ákvæðum laga um almannatryggingar og laga um félagslega aðstoð.

„Málshöfðunarsjóður Gráa hersins tryggir fjármagn til málssóknarinnar, en fjölmörg félög eldra fólks um land allt hafa lagt málinu lið. Þá hefur almenningur og verkalýðsfélög stutt sjóðinn. Sérstaklega hefur munað um framlag Verslunarmannafélags Reykjavíkur til málsins,“ segir í tilkynningu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert