Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra mælti fyrir breytingu á áfengislögum á Alþingi í gær. Nokkuð hefur verið rætt um frumvarpið, enda löngum veirð á stefnuskrá Áslaugar að liðka til fyrir áfengissölu á Íslandi.
Í furmvarpinu felst að að smærri brugghúsum verði gert kleift að selja áfengt öl í smálsölu á framleiðslustað að tilteknum skilyrðum uppfylltum.
Áslaug hefur áður gert tilraun til þess að leggja fram frumvarp til breytinga á áfengislögum. Þá var gerð tilraun til að heimila netsölu áfengis, ásamt því að heimila brugghúsum smásölu. Það frumvarp hlaut ekki afgreiðslu ríkisstjórnar.
Í tilkynningu frá stjórnarráðinu kemur fram að ekki sé talið að breytingarnar sem lagðar eru til muni hafa teljandi áhrif á lýðheilsu þjóðarinnar þrátt fyrir að breytingin feli í sér fjölgun á áfengisútsölustöðum.