Sækja á Bandaríkjamarkað

Ör vöxtur. UNYQ selur vörur til 700 stoðtækjaverkstæða í 30 …
Ör vöxtur. UNYQ selur vörur til 700 stoðtækjaverkstæða í 30 löndum. Ljósmynd/UNYQ

Stoðtækjafyrirtækið UNYQ hyggst að minnsta kosti tvöfalda veltuna á næstu árum en það hefur þróað nýja tækni til að þrívíddarprenta stoðtæki. Hefur félagið m.a. undirritað samninga sem munu styrkja sölunetið í Bandaríkjunum.

Eyþór Bender, forstjóri UNYQ, starfaði hjá stoðtækjaframleiðandanum Össuri áður en hann stofnaði UNYQ ásamt öðrum árið 2014.

Eyþór segist í samtali í ViðskiptaMogganum í dag undirbúa skráningu í kauphöllinni í London, í fyrsta lagi árið 2023, en skráningin muni efla frekari sókn félagsins.

Eyþór segir áætlanir fyrirtækisins gera ráð fyrir að veltan verði vel á annan milljarð 2022. Fyrirtækið hafi meðal annars samið við samtök fyrrverandi hermanna í Bandaríkjunum um sölu á sérsniðnum stoðtækjum sem prentuð eru með þrívíddartækni.

„Við erum brautryðjendur í þróun þrívíddartækni á stoðtækjamarkaði,“ segir Eyþór og útskýrir hvernig nýr hugbúnaður gerir kleift að nota snjallsíma til að sérsníða stoðtæki fyrir notendur.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert