Beint: Upplýsingafundur almannavarna

Víðir og Þórólfur við upphaf upplýsingafundar í dag, en þetta …
Víðir og Þórólfur við upphaf upplýsingafundar í dag, en þetta er fyrsti upplýsingafundurinn í um fjóra mánuði sem ekki er í fjarfundi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Al­manna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra og embætti land­lækn­is boða til upp­lýs­inga­fund­ar klukk­an 11 í dag. 

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir fer yfir stöðu mála varðandi framgang Covid-19-faraldursins hér á landi ásamt Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni.

Fundurinn í dag er sá 164. í röðinni og verður fjölmiðlafólki í þetta sinn boðið að koma í hús til þess að fylgjast með fundinum og spyrja spurninga. Ástæðan er góður árangur hérlendis að undanförnu í baráttunni við kórónuveiruna.

„Frá 12. október á síðasta ári hafa upplýsingafundir almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og embættis landlæknis með þátttöku blaða- og fréttamanna farið fram í gegnum fjarfundabúnað en sjónvarpað í beinni útsendingu tvisvar í viku,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni.

„Sá háttur hefur verið hafður á frá því smitum fór að fjölga í samfélaginu og svokölluð þriðja bylgja faraldursins hófst og almannavarnastig var hækkað í neyðarstig. Núna, fjórum mánuðum og fimm dögum seinna, er staðan í baráttunni við Covid-19 hér á landi miklu betri. Smit á Íslandi eru í lágmarki og má það þakka samstöðu þjóðarinnar.“

Hér fyrir neðan má fylgjast með fundinum.


 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert