Framkvæmdir hefjast aftur í Fossvogsskóla

Fossvogsskóla var lokað tímabundið síðasta vetur vegna raka og myglu.
Fossvogsskóla var lokað tímabundið síðasta vetur vegna raka og myglu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hluti sýna sem tekin voru í Fossvogsskóla í lok síðasta árs sýndu óeðlilegan vöxt raka og myglu. Fulltrúi umhverfis- og skipulagssviðs borgarinnar fór yfir verkáætlun vegna þessa og liggur fyrir að aðgerðir hefjist á komandi dögum og eiga þær að taka stuttan tíma. 

Í framhaldi af framkvæmdum sumarið 2020 var farið í sýnatöku í kennsluhúsnæði skólans, í loftsíum og rýmum ofan millilofta í Vesturlandi í lok ársins. Sýnin voru send í ræktun og í tegundagreiningu hjá Náttúrufræðistofnun Íslands og hefur Verkís tekið saman greinargerð um niðurstöðurnar sem birt verður á næstu dögum. Niðurstöður voru kynntar og ræddar á fundi skólaráðs Fossvogsskóla síðdegis í gær. Á fundinum voru auk skólaráðsins, fulltrúar skóla- og frístundasviðs, umhverfis- og skipulagssviðs, fulltrúi Verkís, SAMFOK, félags grunnskólakennara og ráðgjafi foreldrafélagsins.

Fram kemur í yfirlýsingu frá Fossvogsskóla að farið verði í ítarlega hreingerningu þar sem þess er þörf í kjölfar þeirra framkvæmda sem eiga að hefjast nú. Þá verða tekin sýni í lok skólaárs til að ganga úr skugga um að framkvæmdir hafi skilað tilætluðum árangri. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert