Lögreglan á Vestfjörðum greip í síðustu viku mann við akstur undir áhrifum fíkniefna. Í ofanálag átti ökumaðurinn að vera í sóttkví. Lögreglan greinir frá þessu á Facebook.
Fólki utan sóttkvíar er ekki heimilt að fara í skoðunarferðir eða keyra „langar vegalengdir“ nema á leið milli heimilis og skimunarstaðar. Í fórum mannsins fundust nokkrar kannabisplöntur. Þrír lögreglumenn þurftu að fara í úrvinnslusóttkví í tvo sólarhringa eftir afskiptin af manninum.
Lögreglan er einnig með til rannsóknar meint brot á vínveitingastað í umdæminu, en við eftirlit lögreglu kom í ljós að sóttvarnareglur voru ekki í heiðri hafðar eins og það er orðað í tilkynningu.